Innskráning í Karellen
news

Slökkviliðið heimsótti okkur

04. 10. 2018

Á mánudaginn fengu elstu hóparnir ánægjulega heimsókn. Slökkviliðið heimsótti okkur og sýndi okkur myndband með vinum okkar Loga og Glóð, fræddi okkur um hættur og vað við eigum að gera ef eldur kviknar.

Logi og Glóð er samstarfsverkefni okkar við slökkviliðið. Við hjálpum þeim við að halda skólanum okkar öruggum með því að fara reglulega yfir umhverfið okkar.

Í þessari heimsókn fengu elstu börnin líka að skoða slökkvibílinn og sjúkrabíl. Þetta er heilmikil upplifun og hver veit nema í hópnum sé framtíðar slökkviliðsfólk.

© 2016 - Karellen